Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 921  —  506. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins.


     1.      Hversu mörg störf eru á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir stofnunum og landshlutum.
    Stofnanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Matvælastofnun 66 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Vesturland 3 Staðsettir á Hvanneyri
Vestfirðir 1 Staðsettur á Ísafirði
Norðurland vestra 8 Staðsettir á Sauðárkróki og Hólum í Hjaltadal
Norðurland eystra 8 Staðsettir á Akureyri
Austurland 1 Staðsettur á Egilsstöðum
Suðurland 45 Staðsettir á Selfossi, Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði

Fiskistofa 30 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Vesturland 4 Staðsettir á Stykkishólmi
Vestfirðir 2 Staðsettir á Ísafirði
Norðurland eystra 18 Staðsettir á Akureyri
Suðurland 6 Staðsettir á Hornafirði og í Vestmannaeyjum

Hafrannsóknastofnun 26 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Vesturland 4,6 Staðsettir í Ólafsvík
Vestfirðir 7 Staðsettir á Ísafirði
Norðurland vestra 3,4 Staðsettir á Hvammstanga og Skagaströnd
Norðurland eystra 2 Staðsettir á Akureyri
Suðurland 4 Staðsettir á Selfossi og í Vestmannaeyjum
Suðurnes 5 Staðsettir í Grindavík

    Stofnanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Ferðamálastofa 6 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Norðurland eystra 6 Staðsettir á Akureyri

Orkustofnun 3 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Norðurland eystra 3 Staðsettir á Akureyri

Nýsköpunarmiðstöð 9 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis
Vestfirðir 2 Staðsettir á Ísafirði
Norðurland vestra 2 Staðsettir á Sauðárkróki
Norðurland eystra 3 Staðsettir á Akureyri
Austurland 1 Staðsettur á Djúpavogi
Suðurland 1 Staðsettur í Vestmannaeyjum

Samkeppniseftirlitið 0 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis

Einkaleyfastofa 0 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis

Neytendastofa 0 Starfsmenn utan höfuðborgarsvæðis

     2.      Telur ráðherra að unnt sé að láta vinna fleiri störf á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins?
    Eins og fram kemur í svari við 1. tölul. þá eru flestar stofnanir ráðuneytisins með starfsemi á landsbyggðinni. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri og höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi. Auk þess eru báðar þessar stofnanir með starfsemi víða um land. Það er því ljóst að aukist umfang í starfsemi framangreindra stofnana kallar það á fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins.

     3.      Hyggst ráðherra færa störf út á land á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess, sbr. markmið byggðaáætlunar og áform ríkisstjórnarinnar í samstarfssáttmála um að stefna skuli að því að auglýsa störf án staðsetningar?
    Ráðherra mun beita sér fyrir því að stofnanir ráðuneytisins starfi í samræmi við þá stefnu sem fram kemur í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar.