Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 927  —  371. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra.


    Töluverðar breytingar hafa orðið á ráðuneytum á því tímabili sem fyrirspurnin spannar. Svarið tekur því til samgönguráðuneytis frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2007. Hinn 1. janúar 2008 færðust sveitarstjórnarmál frá félagsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis og því tekur svarið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis frá þeim tíma og til 31. desember 2010. Hinn 1. janúar 2011 voru dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinuð í innanríkisráðuneytið. Dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra svara því fyrirspurninni sameiginlega fyrir tímabilið 1. janúar 2011 til 31. desember 2017.

     1.      Hver var frá árinu 2006 árlegur fjöldi ferða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra annars vegar og þeirra ráðherra sem fóru með málefnasvið hans og hins vegar ráðuneytisstjóra þessara sömu ráðuneyta til útlanda vegna starfa á vegum ráðuneytisins?
    Taflan sýnir árlegan fjölda ferða ráðherra annars vegar og ráðuneytisstjóra hins vegar á umræddu tímabili. Árið 2016 sker sig úr að því leyti að ráðherra var á þessum tíma ekki heilsuhraustur og fór því ekki utan. Ráðuneytisstjóri sótti af þeim sökum mikilvæga ráðherrafundi í hans stað.

Ráðuneyti Ár Fjöldi ferða ráðherra Fjöldi ferða ráðuneytisstjóra
Samgönguráðuneyti 2006 9 10
Samgönguráðuneyti 2007 4 8
Samgöngu- og sveitarstjr. 2008 4 7
Samgöngu- og sveitarstjr. 2009 3 7
Samgöngu- og sveitarstjr. 2010 2 5
Innanríkisráðuneyti 2011 7 7
Innanríkisráðuneyti 2012 14 10
Innanríkisráðuneyti 2013 8 10
Innanríkisráðuneyti 2014 7 9
Innanríkisráðuneyti 2015 7 8
Innanríkisráðuneyti 2016 0 13
Innanríkisráðuneyti 2017 5 8

     2.      Hve háar voru árlegar greiðslur dagpeninga hvors um sig vegna þessara ferða?
    Í reglum fjármálaráðuneytisins nr. 1/2009 er fjallað um greiðslu ferðakostnaðar á vegum ríkisins. Þar kemur m.a. fram að ráðherrum skuli greiddir 2/ 3 hlutar dagpeninga, en 1/ 3 hluti dagpeninga ef um opinbera heimsókn er að ræða. Auk þess skal þeim greiddur ferða- og gistikostnaður, risnukostnaður og símtöl. Samkvæmt eldri reglum um greiðslu ferðakostnaðar, nr. 39/1992, voru ráðherrar á fullum dagpeningum en að auki var greiddur ferða- og gistikostnaður, risnukostnaður og símtöl. Samkvæmt sömu reglum skyldu ráðuneytisstjórum, auk fleiri sem sérregla gilti um, greiddir 4/ 5 hlutar fullra dagpeninga, auk ferða-, gisti- og símakostnaðar. Með breytingunni árið 2009 lækkaði fjárhæð dagpeninga vegna ferða ráðherra. Að sama skapi var sérregla ráðuneytisstjóra og fleiri afnumin. Ráðherra er þó heimilt samkvæmt tilvitnuðum reglum að víkja frá meginreglunni og ákveða að starfsmönnum ríkisins verði greiddur gistikostnaður og helmingur dagpeninga.
    Taflan sýnir dagpeninga vegna ráðherra annars vegar og ráðuneytisstjóra hins vegar á árabilinu 2006–2017.

Ráðuneyti Ár Dagpeningar ráðherra Dagpeningar ráðuneytisstjóra
Samgönguráðuneyti 2006 1.009.438 844.094
Samgönguráðuneyti 2007 384.344 679.890
Samgöngu- og sveitarstjr. 2008 478.075 702.750
Samgöngu- og sveitarstjr. 2009 237.000 700.431
Samgöngu- og sveitarstjr. 2010 105.337 433.268
Innanríkisráðuneyti 2011 1.005.647 1.259.656
Innanríkisráðuneyti 2012 1.815.692 1.198.869
Innanríkisráðuneyti 2013 1.182.522 1.564.128
Innanríkisráðuneyti 2014 678.392 792.153
Innanríkisráðuneyti 2015 699.976 616.313
Innanríkisráðuneyti 2016 1.040.413
Innanríkisráðuneyti 2017 724.056 714.195

     3.      Hversu oft á hverju ári fengu ráðherra og ráðuneytisstjóri 1/3 hluta dagpeninga og hve oft 2/3 hluta?
    Með vísan til svars við 2. tölul. þá gildir reglan um greiðslu á 1/ 3 hluta og 2/ 3 hlutum dagpeninga einungis vegna ferða ráðherra og tók sú regla gildi árið 2009. Fjöldi ferða í þessu samhengi var sem hér greinir árin 2006–2017.

Ráðuneyti Ár Ráðherra 1/3 Ráðherra 2/3
Samgönguráðuneyti 2006 Á ekki við Á ekki við
Samgönguráðuneyti 2007 Á ekki við Á ekki við
Samgöngu- og sveitarstjr. 2008 Á ekki við Á ekki við
Samgöngu- og sveitarstjr. 2009 2
Samgöngu- og sveitarstjr. 2010 2
Innanríkisráðuneyti 2011 3
Innanríkisráðuneyti 2012 0
Innanríkisráðuneyti 2013 0
Innanríkisráðuneyti 2014 7
Innanríkisráðuneyti 2015 7
Innanríkisráðuneyti 2016 0
Innanríkisráðuneyti 2017 5

     4.      Hverjar voru árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra, vegna hótelgistingar þeirra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar?
    Taflan sýnir árlegar fjárhæðir, skipt á ráðherra og ráðuneytisstjóra vegna hótelgistingar þeirra annars vegar og hins vegar annars ferðakostnaðar. Vísað er til skýringa í svari við 1. tölul. fyrir árið 2016.

Ráðherra Ráðuneytisstjóri
Ráðuneyti Ár Dvalar-kostnaður Ferða-kostnaður Dvalar-kostnaður Ferða-kostnaður
Samgönguráðuneyti 2006 599.834 1.361.170 594.434 1.559.610
Samgönguráðuneyti 2007 262.354 430.110 412.852 1.049.030
Samgöngu- og sveitarstjr. 2008 190.807 678.815 423.203 1.072.440
Samgöngu- og sveitarstjr. 2009 34.798 476.635 81.347 934.590
Samgöngu- og sveitarstjr. 2010 33.406 336.241 622.790
Innanríkisráðuneyti 2011 342.664 881.179 107.441 1.027.684
Innanríkisráðuneyti 2012 351.224 1.734.193 1.374.276
Innanríkisráðuneyti 2013 233.535 1.716.218 106.489 1.452.958
Innanríkisráðuneyti 2014 535.717 930.617 740.506 1.494.975
Innanríkisráðuneyti 2015 407.497 1.404.242 727.387 1.365.856
Innanríkisráðuneyti 2016 409.835 1.591.805
Innanríkisráðuneyti 2017 262.326 1.856.102 386.373 1.122.133

     5.      Í hversu mörgum tilfellum hvert þessara ára var ráðherra eða ráðuneytisstjóra ekið út á flugvöll í bifreiðum ráðuneytisins og í hve mörgum tilfellum endurgreiddu þeir þann hluta dagpeninga sem ætlaður er til að standa undir þeim hluta ferðakostnaðarins?
    Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014 um bifreiðamál ríkisins skal ríkið leggja ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna. Af því leiðir að ráðherra er jafnan ekið til flugvallar í bifreið ráðuneytisins. Ráðuneytisstjóra hefur á hinn bóginn ekki sérstaklega verið ekið til flugvallar í bifreið ráðuneytisins.

     6.      Hversu oft og hve háar voru árlegar endurgreiðslur ráðherra og ráðuneytisstjóra vegna styrkja og hvers konar hlunninda sem þeir nutu erlendis og eiga samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar að koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum?
    Samkvæmt 7. gr. reglna nr. 1/2009 skulu styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum eftir því sem við á og unnt er að meta hverju sinni. Á ferðalögum ráðherra og ráðuneytisstjóra ber stöku sinnum við að gestgjafi eða sá aðili sem hýsir fund bjóði veitingar eða standi fyrir kurteisisviðburði sem hæfir tilefninu. Þar sem um undantekningartilvik er að ræða hefur ekki verið leitast við að leggja sérstakt mat á umfangið þannig að það hafi leitt til frádráttar frá almennum dagpeningagreiðslum.