Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 17/148.

Þingskjal 951  —  135. mál.


Þingsályktun

um mat á forsendum við útreikning verðtryggingar.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sérfræðinga sem meti kosti og galla þess að miða verðtryggingu fjárskuldbindinga við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar eða að lántaki hafi val um hvaða vísitala liggi til grundvallar verðtryggingu slíkrar skuldbindingar. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti, sem og áhrif sem tillögur verkefnisstjórnar um endurmat peningastefnu kynnu að hafa á vísitölur, verðtryggingu og vaxtastefnu Seðlabankans. Ráðherra flytji Alþingi skýrslu með helstu niðurstöðum fyrir árslok 2018.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 2018.