Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 954  —  594. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um styrki til verkefna og rekstrar á málefnasviði ráðherra.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hvernig eru styrkir til verkefna á málefnasviði ráðherra auglýstir lausir til umsóknar?
     2.      Hvernig eru umsóknar metnar, hverjir sjá um að meta þær, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar og hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
     3.      Hvernig velur ráðherra á milli verkefna sem uppfylla allar kröfur?
     4.      Hversu margar umsóknir bárust, hversu margar umsóknir töldust uppfylla allar kröfur og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012?
     5.      Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?
     6.      Veitir ráðuneytið rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðherra? Ef svo er, hvernig eru þeir ákvarðaðir, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar, hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir og hvar á landinu voru þau félagasamtök sem fengu styrki, ár hvert frá árinu 2012?


Skriflegt svar óskast.