Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á ábúðarlögum, nr. 80/2004 (úttekt og yfirmat).


________
1. gr.

    Við 42. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úttektarmenn skulu birta málsaðilum niðurstöðu úttektar eins fljótt og unnt er.

2. gr.

    Í stað orðanna „frá dagsetningu úttektar“ í 1. mgr. 44. gr. laganna kemur: frá því að málsaðilum hefur verið birt niðurstaða úttektar.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
_____________
Samþykkt á Alþingi 9. maí 2018.