Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 980, 148. löggjafarþing 167. mál: markaðar tekjur.
Lög nr. 47 23. maí 2018.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur.


I. KAFLI
Breyting á lögum um Íslandsstofu, nr. 38/2010, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. 1. tölul. fellur brott.
  2. 2. tölul. orðast svo: Fjárveiting sem ákvörðuð er af ráðherra á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
  3. Í stað orðanna „tekjum af markaðsgjaldi“ í 5. tölul. kemur: fjárveitingu skv. 2. tölul.
  4. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  5.      Markaðsgjald, 0,05%, skal lagt á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds eins og hann er skilgreindur í III. kafla laga nr. 113/1990, um tryggingagjald. Um álagningu og innheimtu markaðsgjalds fer eftir ákvæðum þeirra laga. Markaðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndaðist.
         Tekjur Íslandsstofu skv. 2. tölul. 1. mgr. skulu aldrei vera lægri en sem nemur markaðsgjaldi skv. 2. mgr.


II. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskræktarsjóð, nr. 72/2008, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. A-liður orðast svo: fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
  2. C-liður fellur brott.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Veiðiréttarhafar skulu greiða 2% gjald af hreinum tekjum af veiði í ám og vötnum á hverju almanaksári og rennur gjaldið í ríkissjóð.
  3. Í stað orðsins „Fiskræktarsjóði“ í 2. mgr. kemur: ríkissjóði.


III. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

4. gr.

     2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Tekjur af bensíngjaldi renna í ríkissjóð.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðanna „til Vegagerðarinnar að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.

V. KAFLI
Breyting á lögum um vitamál, nr. 132/1999, með síðari breytingum.

6. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Greiða skal vitagjald af skipum sem sigla við Íslandsstrendur og hafa hér viðkomu og rennur gjaldið í ríkissjóð.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012, með síðari breytingum.

7. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Verkefni Vegagerðarinnar og rekstur skal fjármagna með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. 2. mgr. fellur brott.
  2. Í stað orðanna „til Samgöngustofu eða eftir atvikum til einstakra sveitarstjórna enda hafi þeim verið falin framkvæmd mála er varða leigubifreiðar innan sveitarfélagsins, sbr. 4. mgr. 2. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: í ríkissjóð.
  3. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.


VIII. KAFLI
Breyting á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
  1. Orðin „er renni til Samgöngustofu“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Gjöld samkvæmt þessari grein renna í ríkissjóð.


IX. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað lokamálsliðar 5. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Tekjur af aflaheimildum þessum skulu renna í ríkissjóð. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs.

X. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðanna „óskipt til Þjóðskrár Íslands“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum.

12. gr.

     3. mgr. 4. gr. b laganna orðast svo:
     Árlegt framlag í lýðheilsusjóð skal ákveðið með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum.

13. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

14. gr.

     7. gr. laganna fellur brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri skal leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt sérstakt gjald samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. sömu laga. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.
  2. 4. mgr. orðast svo:
  3.      Tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra eru árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum, frjáls framlög og aðrar tekjur er til kunna að falla. Fjárveitingin skal að lágmarki nema áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldinu skv. 1. mgr.


XV. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. mgr. 18. gr. laganna:
  1. Orðin „til að standa straum af kostnaði við störf endurskoðendaráðs“ í 1. málsl. falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra ákvarðar fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum til að standa straum af kostnaði við störf endurskoðendaráðs.


XVI. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum.

17. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til Skipulagssjóðs.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996, með síðari breytingum.

18. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Tekjur af gjöldum skv. 1., 4. og 5. tölul. 1. mgr. renna í ríkissjóð.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum.

19. gr.

     4. málsl. 1. mgr. 50. gr. laganna orðast svo: Tekjur af byggingaröryggisgjaldi renna í ríkissjóð.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum.

20. gr.

     12. gr. laganna orðast svo:
     Leggja skal árlegt gjald á allar brunatryggðar húseignir sem nemur 0,3‰ af vátryggingarverðmæti. Gjaldið skal innheimt ásamt iðgjaldi til Náttúruhamfaratryggingar Íslands og fer um innheimtu þess samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, þar á meðal skal gjaldið njóta lögtaksréttar og lögveðsréttar í vátryggðri eign. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð. Álagning gjalds þessa skal ekki hafa áhrif til hækkunar á innheimtuþóknun til vátryggingafélaga samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
     Sérstakur sjóður ríkisins, ofanflóðasjóður, er í vörslu ráðuneytisins.
     Tekjur sjóðsins eru:
  1. Fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem byggist á rekstri sjóðsins, framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára og öðrum verkefnum. Framkvæmdaáætlun skal miðast við markmið reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.
  2. Vaxtatekjur, sbr. 13. gr.
  3. Aðrar tekjur.

     Lán til starfsemi sjóðsins, sem eru með ábyrgð ríkissjóðs, skulu háð samþykki hlutaðeigandi ráðherra.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um Jarðasjóð, nr. 34/1992, með síðari breytingum.

21. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Tekjur Jarðasjóðs eru fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ár hvert.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  2.      Ríkisskattstjóri leggur á sérstakt gjald samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Gjaldskylda hvílir á þeim einstaklingum sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt og þeim lögaðilum sem skattskyldir eru og bera sjálfstæða skattaðild skv. 2. gr. sömu laga, öðrum en dánarbúum, þrotabúum og þeim lögaðilum sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. sömu laga. Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra eða skulu fá það gjald fellt niður skv. 2. mgr. 10. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999. Gjaldið skal nema 17.100 kr. ár hvert á hvern einstakling og lögaðila og rennur það í ríkissjóð.
         Tekjustofnar Ríkisútvarpsins eru sem hér segir:
    1. Árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldi skv. 1. mgr.
    2. Rekstrarafgangur af starfsemi sem fellur undir 4. gr.
    3. Tekjur af þjónustu sem fellur undir 3. gr., sbr. 4. mgr.
    4. Aðrar tekjur.

  3. 5. málsl. 2. mgr. orðast svo: Fyrsta virkan dag hvers mánaðar skal ráðuneyti sem fer með fjárreiður ríkisins greiða Ríkisútvarpinu fjárhæð sem svarar til 1/12 af fjárveitingu hvers árs skv. 1. tölul. 2. mgr.


XXII. KAFLI
Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, með síðari breytingum.

23. gr.

     A-liður 20. gr. d laganna orðast svo: árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.

24. gr.

     Í stað orðanna „óskipt til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis“ í 1. mgr. 20. gr. e laganna kemur: í ríkissjóð.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskistofu, nr. 36/1992, með síðari breytingum.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist: í ríkissjóð.
  2. Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: og rennur það í ríkissjóð.
  3. Í stað orðanna „Tekjum af strandveiðigjaldi skal ráðstafa“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu sem samsvarar tekjum af strandveiðigjaldi.


26. gr.

     Í stað orðanna „strandveiðigjaldi, sbr. 2. mgr. 6. gr.“ í lokamálslið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: gjöldum skv. 6. gr.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, nr. 37/1992, með síðari breytingum.

27. gr.

     1. og 2. málsl. 3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Gjald skv. 2. mgr. skal renna í ríkissjóð. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til sjóðs í vörslu ráðuneytisins, sem nefnist Verkefnasjóður sjávarútvegsins, og skal verja fé úr honum til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs og til eftirlits með fiskveiðum.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

28. gr.

     Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð alþjónustu“ í a-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: jöfnunargjald.

29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar“ í 1. mgr. kemur: ríkissjóð.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til jöfnunarsjóðs alþjónustu sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af jöfnunargjaldi.
  3. Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð“ í 6. mgr. kemur: á jöfnunargjaldi.


XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, með síðari breytingum.

30. gr.

     Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð alþjónustu“ í a-lið 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: jöfnunargjalds.

31. gr.

     13. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein. Tekjur af gjöldunum renna í ríkissjóð, að undanskildum tekjum skv. 2., 11. og 12. mgr. sem renna til stofnunarinnar. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til reksturs Póst- og fjarskiptastofnunar sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjöldum samkvæmt þessari grein.

32. gr.

     7. mgr. 14. gr. a laganna orðast svo:
     Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein og renna þau í ríkissjóð.

33. gr.

     Í stað orðanna „einstök framlög til jöfnunarsjóðs“ í 2. málsl. 15. gr. laganna kemur: jöfnunargjaldsgreiðslur.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002, með síðari breytingum.

34. gr.

     Í stað orðanna „beint til Neytendastofu“ í lokamálslið 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum.

35. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsgjaldið skal innheimt af Neytendastofu og renna í ríkissjóð.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, með síðari breytingum.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „gjald“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: í ríkissjóð.
  2. 3. mgr. orðast svo:
  3.      Gjald fyrir veiðikort skal vera 3.500 kr. fyrir hvert veiðiár og rennur það í ríkissjóð. Ráðherra ákvarðar fjárveitingu til Umhverfisstofnunar á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum til rannsókna, vöktunar og stýringar á stofnum villtra dýra og útgáfu veiðikorta. Ráðherra úthlutar fé til rannsókna af fjárveitingu skv. 2. málsl. að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar.


XXX. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

37. gr.

     Í stað orðanna „skal það standa undir kostnaði við eftirlit stofnunarinnar“ í 11. mgr. 3. gr. laganna kemur: rennur það í ríkissjóð.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „rekstur Fjármálaeftirlitsins“ í 1. mgr. kemur: opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Eftirlitsgjald samkvæmt lögum þessum er innheimt af Fjármálaeftirlitinu og rennur í ríkissjóð.
  4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  5.      Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til reksturs Fjármálaeftirlitsins sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af eftirlitsgjaldi og greiðslur fyrir sértækar aðgerðir samkvæmt lögum þessum.


39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „1. júlí“ í 1. mgr. kemur: 1. febrúar.
  2. Í stað orðanna „1. júní“ í 2. mgr. kemur: 1. janúar.


XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010, með síðari breytingum.

40. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna bætist: sem rennur í ríkissjóð.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.

41. gr.

     5. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Gjaldið rennur í ríkissjóð.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, með síðari breytingum.

42. gr.

     Í stað orðanna „til að mæta kostnaði af rekstri sjálfvirka tilkynningarkerfisins“ í 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, með síðari breytingum.

43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sérstakan sjóð – flutningsjöfnunarsjóð olíuvara“ kemur: ríkissjóð.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum skal ráðherra ákvarða fjárveitingu í sérstakan sjóð, flutningsjöfnunarsjóð olíuvara, sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um innheimtu tekna af gjaldi skv. 1. málsl.


44. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Orðin „til flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara“ í 1. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðsins „flutningsjöfnunarsjóðs“ í 3. mgr. kemur: ríkissjóðs.


XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

45. gr.

     1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

46. gr.

     Í stað 1. málsl. 18. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Árlegt framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal ákvarðað á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Framlagið skal að lágmarki nema 0,325% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla.

47. gr.

     23. gr. a laganna orðast svo:
     Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.

XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, með síðari breytingum.

48. gr.

     1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga þessara, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga um tryggingagjald, nr. 113/1990, miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, með síðari breytingum.

49. gr.

     Í stað 1. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Árleg fjárveiting til að standa straum af kostnaði við störf eftirlitsnefndar fasteignasala skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Sérhver fasteignasali skal greiða árlegt eftirlitsgjald í ríkissjóð að fjárhæð 75.000 kr.

XXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum.

50. gr.

     Í stað 1. og 2. málsl. 8. mgr. 10. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Leyfishafi rannsóknar- og vinnsluleyfis skal á gildistíma leyfis greiða árlegt framlag í ríkissjóð. Í rannsóknar- og vinnsluleyfi skal nánar kveðið á um upphaflegt framlag sem og árlegt framlag. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til sérstaks menntunar- og rannsóknarsjóðs.

51. gr.

     Í stað orðanna „í sérstakan menntunar- og rannsóknarsjóð“ í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: skv. 8. mgr. 10. gr.

XL. KAFLI
Breyting á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum.

52. gr.

     1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ár hvert.

XLI. KAFLI
Breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum.

53. gr.

     Við 1. mgr. 17. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Innheimtur á kröfum sjóðsins renna í ríkissjóð.

54. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Greiða skal sérstakt ábyrgðargjald af greiddum vinnulaunum, þóknun og reiknuðu endurgjaldi, hvaða nafni sem nefnist, sem skattskylt er og rennur gjaldið í ríkissjóð.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Tekjur Ábyrgðasjóðs launa eru árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um innheimtu tekna af ábyrgðargjaldi.
  4. Orðin „og skoðast það sem lántaka“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.


XLII. KAFLI
Gildistaka.

55. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2018.