Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum.


________
1. gr.


    Lög um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum, falla úr gildi 1. júlí 2018.

2. gr.

    Frá og með 1. desember 2018 skal Lífeyrissjóður bænda starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum, og samþykkta er fyrir sjóðinn gilda. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda skal aðlaga samþykktir sjóðsins ákvæðum laga nr. 129/1997 og leggja þær þannig breyttar fyrir ráðherra til staðfestingar, sbr. 28. gr. laganna, eigi síðar en 1. október 2018.

3. gr.

    Útgjöld vegna lífeyrisgreiðslna sem falla á sjóðinn vegna áunninna réttinda sjóðfélaga sem fæddir eru 1914 eða fyrr eða maka þeirra skulu greidd úr ríkissjóði.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
_____________
Samþykkt á Alþingi 9. maí 2018.