Ferill 397. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1010  —  397. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um stuðningsúrræði fyrir nemendur í samræmdu prófi í íslensku.


     1.      Hvert var hlutfall nemenda sem nýttu sér stuðningsúrræði í samræmdu prófi í íslensku árin 2014–2017? Svar óskast sundurliðað fyrir 4., 7. og 9. bekk og sömuleiðis eftir árum.
    Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um hlutfall nemenda sem nýttu sér stuðningsúrræði í samræmdu prófi í íslensku árin 2015–2017. Ekki liggja fyrir aðgengilegar upplýsingar fyrir árið 2014 á því formi sem beðið er um.

Prófár Bekkur Heild Mættir Stuðningur
2015 4. bekkur 4.421 91,3% 23,1%
2015 7. bekkur 4.204 91,7% 24,0%
2016 4. bekkur 4.429 91,6% 26,3%
2016 7. bekkur 4.371 90,3% 25,7%
2017 4. bekkur 4.768 93,1% 27,1%
2017 7. bekkur 4.381 93,4% 30,2%
2017 9. bekkur 4.158 85,6% 29,6%

     2.      Hvert var hlutfall nemenda sem sóttu um undanþágu frá töku prófsins á sama tímabili eða voru fjarverandi í prófinu, vegna veikinda eða af öðrum ástæðum? Svar óskast sundurliðað fyrir 4., 7. og 9. bekk og sömuleiðis eftir árum.
    Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um hlutfall nemenda sem sóttu um undanþágu frá því að taka samræmt próf í íslensku árin 2015–2017 eða voru fjarverandi í prófinu. Ekki liggja fyrir aðgengilegar upplýsingar fyrir árið 2014 á því formi sem beðið er um.

Prófár Bekkur Heild Mættir Fjarverandi Undanþága
2015 4. bekkur 4.421 91,3% 3,7% 4,9%
2015 7. bekkur 4.204 91,7% 3,2% 5,1%
2016 4. bekkur 4.429 91,6% 3,7% 4,7%
2016 7. bekkur 4.371 90,3% 4,7% 5,0%
2017 4. bekkur 4.768 93,1% 1,2% 5,7%
2017 7. bekkur 4.381 93,4% 1,2% 5,3%
2017 9. bekkur 4.158 85,6% 6,0% 8,4%