Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1026  —  619. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um nýja persónuverndarreglugerð ESB og afrit af þjóðskrá, kjörskrá og íbúaskrá.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða áhrif hefur gildistaka reglugerðar ESB 2016/679, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, á þá sem fá og hafa fengið afrit af þjóðskrá, kjörskrá eða íbúaskrá?
     2.      Hversu gömul afrit af þjóðskrá, kjörskrá og íbúaskrá myndu teljast gögn sem falla undir fyrrgreinda reglugerð? Hverjir hafa fengið afrit af þjóðskrá, kjörskrá eða íbúaskrá? Hvenær fékk hver aðili síðast afrit?


Skriflegt svar óskast.