Ferill 625. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1034  —  625. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um kennslubækur í framhaldsskólum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Í hvaða námsgreinum í framhaldsskólum eru notaðar kennslubækur á erlendum tungumálum? Svar óskast sundurliðað eftir framhaldsskólum, námsgreinum og kennslubókum.
     2.      Hvert er hlutfall kennslubóka á erlendum málum í framhaldsskólum á Íslandi í samanburði við hlutfall kennslubóka á öðru máli en þjóðtungum á Norðurlöndum?
     3.      Hverjir taka ákvarðanir um val á kennslubókum í framhaldsskólum? Hvaða sjónarmið telur ráðherra að móti val um kennslubækur í framhaldsskólum landsins?
     4.      Telur ráðherra æskilegt að við kennslu í framhaldsskólum séu notaðar kennslubækur á erlendum málum?
     5.      Telur ráðherra þörf á því í þágu eflingar íslenskrar tungu að stuðla að auknu framboði á kennslubókum á íslensku? Ef svo er, til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa í þessu sambandi?


Skriflegt svar óskast.