Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1035  —  626. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um grunn vísitölu neysluverðs.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu oft og hvenær hefur Hagstofa Íslands breytt grunni vísitölu neysluverðs á grundvelli neyslukönnunar skv. 2. gr. laga nr. 12/1995, um vísitölu neysluverðs?
     2.      Með hvaða hætti og á hvaða vettvangi hefur Hagstofa Íslands gert opinberlega grein fyrir neyslukönnunum skv. 2. gr. laga um vísitölu neysluverðs, niðurstöðum þeirra og fyrir því hvernig þeim hefur verið beitt til að mynda nýjan vísitölugrunn?
     3.      Hversu oft hefur breyting á grunni vísitölu neysluverðs leitt til hækkunar vísitölunnar og hversu oft hefur slík breyting leitt til lækkunar vísitölunnar, að öllu öðru óbreyttu?
     4.      Hvernig hefði vísitala neysluverðs þróast til ársloka 2017 miðað við þann vísitölugrunn sem upphaflega lá til grundvallar útreikningi vísitölunnar við gildistöku laga um vísitölu neysluverðs, sundurliðað eftir mánuðum? Hvernig hefur vægi húsnæðisliðarins þróast og hvert er vægi hans í helstu nágrannalöndum?
     5.      Hvernig hefði vísitala neysluverðs þróast frá mánuði til mánaðar til ársloka 2017 miðað við hvern nýjan vísitölugrunn sem myndaður hefur verið á grundvelli 2. gr. laga um vísitölu neysluverðs frá gildistöku þeirra laga?
     6.      Hvernig eru aðilar að verðtryggðum leigu- og lánasamningum upplýstir um breytingar á grunni vísitölu neysluverðs og áhrifum þeirra á verðtryggðar skuldbindingar?
     7.      Telur ráðherra að upplýsingar um samsetningu á grunni vísitölu neysluverðs og áhrif breytinga á honum séu aðgengilegar og gagnsæjar fyrir neytendur?


Skriflegt svar óskast.