Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1059  —  633. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um áhættumat og viðbragðsáætlanir vegna eiturefnaflutninga í grennd við vatnsverndarsvæði.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Liggur fyrir áhættumat og viðbragðsáætlun á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess vegna flutnings eldsneytis, tilbúins áburðar, annarra eiturefna til atvinnurekstrar og annars hættulegs farms um þjóðvegi í grennd við vatnsverndarsvæði? Ef svo er, hver er niðurstaða nýjasta slíks mats eftir svæðum og hverjir eru helstu þættir viðbragðsáætlana, þar á meðal verkaskipting og skipting ábyrgðar milli aðila sem koma að slíkum áætlunum?
     2.      Liggur fyrir áhættumat og viðbragðsáætlun á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess vegna áhrifa saltburðar á Suðurlandsveg í grennd við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins sem og á Bláfjallaafleggjarann?
     3.      Liggur fyrir áhættumat og viðbragðsáætlun á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess vegna áhrifa gúmmíkurls undan hjólbörðum bifreiða og annarra mengandi efna frá bifreiðaumferð um Suðurland í grennd við vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins?


Skriflegt svar óskast.