Ferill 637. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1070  —  637. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um áverka eftir hund.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir hafa árlega leitað til læknis síðustu fimm ár vegna áverka eftir hund?
     2.      Hverjir eru verkferlar ef einstaklingur leitar til læknis með áverka eftir hund?
     3.      Hvaða upplýsinga er aflað um atburðinn í slíkum tilvikum?
     4.      Eru áverkarnir flokkaðir eftir alvarleika?


Skriflegt svar óskast.