Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1075  —  361. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Eftirfarandi þingmenn hafa setið í nefndum á vegum ráðuneytisins á þingmannstíð sinni:

Nafn Ár
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður 2007
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður 2009
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður 2017

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Eftirfarandi þingmenn fengu greidd laun fyrir setu sína í eftirfarandi nefndum:

Nafn Ár Nefnd Laun
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður 2007 Efling skákar í grunnskólum 13.689 kr.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður 2009 Æskulýðsráð ríkisins 135.594 kr.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður 2017 Æskulýðsráð ríkisins 33.870 kr.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Áætlað vinnuframlag þingmanna fyrir nefndina ár hvert var eftirfarandi:

Nafn Ár Nefnd Tímar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður 2007 Efling skákar í grunnskólum 5
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður 2009 Æskulýðsráð ríkisins 35
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður 2017 Æskulýðsráð ríkisins 6

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Á árunum 2009 til 2013 fékk Þráinn Bertelsson greidd heiðurslaun listamanna, samtals 9.242.000 kr.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Nei.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Enginn þingmaður hefur fengið greidd laun sem verktaki á þingmannstíð sinni.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Nefnd, er viðkomandi þingmaður sat í, skilaði skýrslu til ráðherra.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki sett sér skriflegar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum þess.