Ferill 645. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1151  —  645. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgengi fatlaðs fólks í farþegaflutningum.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hvernig hefur ráðherra beitt sér fyrir því að sérleyfishafar fólksflutninga tryggi aðgengi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks að hópbifreiðum, sbr. ákvæði 19. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017?
     2.      Hvernig hefur ráðherra beitt sér fyrir því að framkvæmdastjórnir miðstöðva hópbifreiða fylgi ákvæðum algildrar hönnunar við endurbætur eldri miðstöðva og við hönnun nýrra miðstöðva?
     3.      Hvernig hefur ráðherra beitt sér fyrir því að flutningsaðilar og framkvæmdastjórnir miðstöðva fastsetji og birti aðgengisskilyrði fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk?


Skriflegt svar óskast.