Ferill 629. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lögum breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum (dvalarleyfi vegna samninga við erlend ríki).


________
1. gr.

    Við 32. tölul. 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Eigi skal þó greiða fyrir dvalarleyfi skv. 66. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, sé samningur samkvæmt þeirri grein í gildi og þar sé kveðið á um undanþágu frá greiðslu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
_____________
Samþykkt á Alþingi 11. júní 2018.