Ferill 668. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1273  —  668. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um hag barna við foreldramissi.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvíla frumkvæðisskyldur á heilbrigðisyfirvöldum til þess að kanna hag barna sem missa foreldra sína? Gilda tilteknir verkferlar um slíka könnun?
     2.      Hvaða málsvara hafa börn sem missa foreldra sína og hvaða réttinda og stuðnings njóta þau? Er eftirfylgni með stuðningi við þessi börn til 18 ára aldurs?


Skriflegt svar óskast.