Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1311  —  618. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um fjölda tollvarða.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir menntaðir tollverðir störfuðu við hvert tollembætti 1. febrúar árin 2000– 2018? Óskað er eftir því að miðað verði við starfsstöðvar eftir að tollembætti sameinuðust í eitt tollumdæmi 1. janúar 2009.

    Í meðfylgjandi töflu má finna yfirlit yfir fjölda menntaðra tollvarða frá árinu 2010 til 2018 hjá hverju tollembætti. Upplýsingar um fjölda menntaðra tollvarða við hvert tollembætti aftur til ársins 2000 er ekki hægt að nálgast í núverandi kerfum. Þess ber að geta að sú ályktun var dregin við gagnaöflun að þeir sem fá greidd laun samkvæmt kjarasamningi Tollvarðafélags Íslands, og eru ekki merktir sem nemar, séu menntaðir tollverðir. Við vinnslu svarsins aflaði ráðuneytið upplýsinga hjá embætti tollstjóra og nýtti auk þess upplýsingar úr miðlægu launavinnslukerfi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.