Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1334  —  603. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ónýttan persónuafslátt.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver var heildarupphæð ónýtts persónuafsláttar þeirra sem rétt áttu á persónuafslætti samkvæmt lögum um tekjuskatt árin 2016 og 2017 og hve margir einstaklingar áttu ónýttan persónuafslátt við lok hvors árs? Svar óskast sundurliðað eftir árum og eftirfarandi aldurshópum:
     a.      16–20 ára,
     b.      21–25 ára,
     c.      26–35 ára,
     d.      36–50 ára,
     e.      51–66 ára,
     f.      67 ára og eldri.


    Heildarupphæðir ónýtts persónuafsláttar og fjöldi einstaklinga með ónýttan persónuafslátt er sem hér segir:

Tafla 1: Ónýttur persónuafsláttur tekjuárið 2016.
Aldurshópur Fjöldi einstaklinga
með ónýttan persónuafslátt
Heildarupphæð ónýtts
persónuafsláttar (millj. kr.)
16–20 ára 14.392 4.620
21–25 ára 5.601 1.662
26–35 ára 4.118 1.544
36–50 ára 2.453 962
51–66 ára 2.179 742
67 ára og eldri 3.207 982
Samtals 31.950 10.512

Tafla 2: Ónýttur persónuafsláttur tekjuárið 2017.
Aldurshópur Fjöldi einstaklinga
með ónýttan persónuafslátt
Heildarupphæð ónýtts
persónuafsláttar (millj. kr.
)
16–20 ára 13.893 4.599
21–25 ára 5.338 1.672
26–35 ára 4.113 1.618
36–50 ára 2.385 989
51–66 ára 2.092 745
67 ára og eldri 2.768 854
Samtals 30.589 10.477