Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1339  —  604. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur um hvalveiðar og ferðaþjónustu.


     1.      Tekur ráðherra ferðamála undir það sjónarmið Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni?
    Ráðherra er ekki kunnugt um að sýnt hafi verið fram á það.

     2.      Telur ráðherra ástæðu til að gera úttekt og samanburð á hagsmunum Íslands, annars vegar af hvalveiðum í viðskiptaskyni og hins vegar þjónustu tengdri ferðaþjónustu eins og hvalaskoðun?
    Já. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegu mikilvægi hvalveiða og áhrifum þeirra á aðrar atvinnugreinar.

     3.      Styður ráðherra ferðamála að hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin?
    Stefna Íslands í hvalveiðimálum hefur byggst á því meginsjónarmiði að viðhalda rétti þjóðarinnar til að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti á grunni vísindalegrar ráðgjafar. Fyrir liggur að endurmat á hvalveiðum mun fara fram þegar núverandi fimm ára veiðitímabili lýkur við lok þessa árs.