Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1342  —  148. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um húsnæði ríkisins í útleigu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu stórt er húsnæði í eigu ríkisins sem leigt er öðrum aðilum en stofnunum í A-hluta ríkissjóðs, hve stór hluti þess er skrifstofuhúsnæði og hver er leigutaki?
     2.      Hvert hefur fermetraverð fyrrgreinds leiguhúsnæðis verið á árunum 2006–2018?

    Í framhaldi af fyrirspurn þessari óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá Ríkiseignum um húsnæði ríkisins í útleigu. Ríkiseignir er stofnun á vegum ráðuneytisins sem fer með stærstan hluta af fasteignum í eigu ríkisins. Í meðfylgjandi töflu er að finna samantekt á húsnæði í útleigu hjá Ríkiseignum ásamt þeim upplýsingum sem óskað var eftir í fyrirspurninni. Þá þótti of umfangsmikið að sundurliða fermetraverð aftur í tímann til ársins 2006 og því miðast fermetraverðið í yfirlitsskjalinu við leiguverðið árið 2017/2018.
    Þess má geta að listinn er ekki tæmandi. Nokkuð er um eignir sem eru í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga. Slíkar eignir eru oftar en ekki í umráðum viðkomandi sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum án þess að fyrir það sé greidd leiga. Hér er einkum átt við eignir sem nýttar hafa verið í tengslum við skólahald, heilbrigðisstarfsemi og menningartengda starfsemi í opinberri þágu.
    Þá er einnig nokkuð af íbúðarhúsnæði sem útvegað er fyrir stofnanir víðs vegar um landið sem endurleigt er starfsmönnum ríkisins. Langflestar þessara eigna eru á landsbyggðinni þar sem ríkið er með starfsemi. Í mörgum tilvikum er um að ræða íbúðir sem eru hluti af stofnanahúsnæði eins og húsnæði heilbrigðisstofnunar eða heimavistir skóla. Leigufjárhæð þessara eigna tekur mið af lögum um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, nr. 27/1968, og reglugerð nr. 480/1992 um sama efni sem gildir sérstaklega um húsnæði sem notað er til íbúðar fyrir starfsmenn ríkisins.


Leigutaki Götuheiti og staðsetning Tegund húsnæðis Stærð m2 Leiguverð á mánuði pr. m2 í kr.
Íslenskar orkurannsóknir Grensásvegur 9, Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 1.952 2.036
Íslenskar orkurannsóknir Grensásvegur 9, Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 1.605 1.164
Íslenskar orkurannsóknir Borgartún 7, Reykjavík Geymslushúsnæði 190 549
Matís Árleyni 2A, Reykjavík Geymslushúsnæði 410 1.272
Tækniskólinn ehf. Háteigsvegur 35–39, Reykjavík Kennsluhúsnæði 7.496 894
Tækniskólinn ehf. Skólavörðuholt, Reykjavík Kennsluhúsnæði 14.891 894
Listaháskóli Íslands Laugarnesvegur 91, Reykjavík Kennsluhúsnæði 5.206 893
Listaháskóli Íslands Sölvhólsgata 13, Reykjavík Kennsluhúsnæði 1.908 902
Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstaður Kennsluhúsnæði 878 894
Snorrastofa Reykholt, Borgarfirði Geymslushúsnæði 181 537
Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði 40 1.057
Nepal hugbúnaður ehf. Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði 222 941
Íslenska gámafélagið ehf. Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði 15 1.602
Ásthildur Magnúsdóttir Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði 13 1.565
Verkís hf. Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði 34 1.184
IceWise ehf. Héraðsskólinn Laugarvatni Gistiheimili 1.579 872
Samsteypan ehf. Austurvegur 28, Selfossi Gistiheimili 783 644
Húsey ehf.  Austurvegur 4, Selfossi Skrifstofuhúsnæði 1 skrifstofa 37.000
Samband íslenskra myndlistarmanna Seljavegur 32, Reykjavík Vinnustofur 1.500 544
Heimilislæknastöðin ehf. Lágmúli 4, Reykjavík Heilsugæslustöð 731 1.777
Reykjavíkurborg Tryggvagata 19, Reykjavík Kolaportið 2.423 1.070