Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 224  —  151. mál.
Leiðréttur texti.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um varaflugvöll við Sauðárkrók.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvaða framkvæmdir eða fjárfesting í búnaði þyrfti að koma til svo að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók gæti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins?
     2.      Hvaða sjónarmið ráða þegar teknar eru ákvarðanir um uppbyggingu flugvalla sem varaflugvalla fyrir millilandaflug eða fyrir reglulega umferð millilandaflugvéla?
     3.      Hver er stefna ráðherra um uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni sem millilandaflugvalla eða varaflugvalla fyrir millilandaflugvélar?


Skriflegt svar óskast.