Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 237  —  163. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga til að takmarka innflutning á hráum, ófrosnum kjötvörum, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum með tilliti til matvælaöryggis, lýðheilsu og þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í sameinuðum málum E-2/17 og E-3/17 frá 14. nóv. 2017 að íslenskar reglur varðandi innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmist ekki almennum viðskiptaákvæðum EES-samningsins?
     2.      Hvernig telur ráðherra vænlegast að tryggja á vettvangi utanríkismála að þau ákvæði laga nr. 143/2009 sem banna innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum, sem geta reynst sýkingarvaldar, haldi gildi sínu og ákvörðun Alþingis um þetta, sem í lögunum felst, standi?
     3.      Hyggst ráðherra taka þessi mál upp á pólitískum og lagalegum grunni við forystu Evrópusambandsins til að kynna henni forsendur þeirrar afstöðu sem felst í lögum nr. 143/2009 og þá hagsmuni sem í húfi eru fyrir íslenska landbúnaðarframleiðslu, hollustuhætti og lýðheilsu, dýraheilbrigði og verndun íslenskra búfjárstofna?


Skriflegt svar óskast.