Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 288  —  205. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um framboð á félagslegu húsnæði.

Frá Alex B. Stefánssyni.


     1.      Telur ráðherra að hann hafi heimild til að krefja sveitarfélög úrbóta vegna mikils munar á framboði á félagslegu húsnæði á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ef svo er, á hvaða grunni er sú heimild byggð?
     2.      Ef hægt er að sýna fram á með sannanlegum hætti að tiltekið sveitarfélag fari gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með skorti á framboði á félagslegu húsnæði, telur ráðherra sig geta krafið sveitarfélagið úrbóta?


Skriflegt svar óskast.