Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 303  —  216. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Vestmannaeyjaferju.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvernig sundurliðast 400 millj. kr. framlag sem veitt var á fjáraukalögum 2017 til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna slipptöku Herjólfs og leigu á ferju á meðan á viðgerð stóð? Hver er rökstuðningur fyrir hverjum lið?
     2.      Hve háa fjárhæð mun ríkissjóður annars vegar og leigutaki hins vegar greiða vegna viðgerða skipsins þar til það hefur áætlunarferðir að nýju að lokinni viðgerð?
     3.      Hve háar fjárhæðir hefur annars vegar ríkissjóður og hins vegar leigutaki Herjólfs greitt vegna slipptöku og viðhalds skipsins árlega sl. fjögur ár og hvernig sundurliðast þær?
     4.      Hve háa fjárhæð greiddi ríkissjóður til leigutaka árin 2016 og 2017 umfram samþykkt framlög á fjárlögum til reksturs ferjunnar?
     5.      Hvers vegna hefur hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju verið breytt á smíðatímanum þrátt fyrir að fullyrt hafi verið að nýjustu breytingar takmörkuðu hæfni skipsins til siglinga í Landeyjahöfn? Hver greiðir fyrir breytingar á skipinu?
     6.      Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi og þyngd rafgeyma á djúpristu og ganghraða ferjunnar sem verður að fullu rafdrifin og hver er kostnaðurinn vegna þessa?
     7.      Hverjar eru aðrar helstu breytingar sem gerðar hafa verið á hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju frá því að smíði skipsins var boðin út, hverjar eru ástæður hverrar breytingar og hvað kostar hver breyting?
     8.      Hve mikið mun árlegur rekstrarkostnaður skipsins aukast eða minnka vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á hönnun og vélum þess?
     9.      Hvað nema tafagreiðslur vegna seinkunar á afhendingu skipsins hárri fjárhæð samkvæmt útboðsgögnum og verksamningi um skipið miðað við nýjustu afhendingaráætlun?


Skriflegt svar óskast.