Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 304  —  217. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um herstöðvarrústir á Straumnesfjalli.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Getur ráðherra upplýst um eignarhald á rústum herstöðvarinnar á Straumnesfjalli í Hornstrandafriðlandi?
     2.      Hvaða aðilar og í hvaða hlutföllum greiddu kostnað vegna ráðstafana sem gerðar voru til að fjarlægja lauslegt rusl og mengandi efni úr herstöðvarrústunum og umhverfi þeirra sumarið 1991?
     3.      Hefur verið gert samkomulag eða leitað eftir samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um þátttöku í kostnaði eða annan atbeina vegna hreinsunar á Straumnesfjalli?
     4.      Hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort jarðvegs- eða grunnvatnsmengun hlaust af herstöðinni sem starfrækt var á Straumnesfjalli?
     5.      Hvernig telur ráðherra að bregðast eigi við því að hús sem enn standa uppi á Straumnesfjalli eru hrörleg og geta skapað hættu fyrir ferðamenn, hver telur ráðherra að eigi að standa straum af kostnaði við mögulegar aðgerðir og kemur til álita að nota til þess fé sem féll til ríkissjóðs vegna sölu eigna á fyrrum varnarsvæðum við Keflavíkurflugvöll?


Skriflegt svar óskast.