Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 321  —  228. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um lögskilnaði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir lögskilnaðir hafa verið skráðir hjá þjóðskrá undanfarin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hversu hátt hlutfall skráðra lögskilnaða á sama tímabili er eftir beinan lögskilnað fólks, þ.e. lögskilnað án undangengins skilnaðar að borði og sæng?
     3.      Hversu oft hefur þjóðskrá skráð fólk í hjúskap að nýju eftir skilnað að borði og sæng og eftir tilkynningu eða ósk málsaðila þar um? Óskað er upplýsinga síðastliðinna fimm ára, sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.