Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 487  —  363. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


          1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
          2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
          3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
          4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
          5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
          6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
          7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
          8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?


Skriflegt svar óskast.