Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 557  —  398. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um verktaka Menntamálastofnunar við fyrirlögn samræmdra prófa.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Hvernig fór val Menntamálastofnunar á fyrirtækinu Assessment Systems fram?
     2.      Hvenær var samningur milli Menntamálastofnunar og Assessment Systems gerður?
     3.      Hvaða kröfur gerði Menntamálastofnun til hinnar keyptu þjónustu?
     4.      Hve mikið fékk Assessment Systems greitt fyrir þjónustuna?
     5.      Hafði Menntamálastofnun eftirlit með verktakanum og ef svo var, hvernig var því eftirliti háttað?
     6.      Hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til vegna vanefnda fyrirtækisins? Er réttur til skaðabóta fyrir hendi?


Skriflegt svar óskast.