Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 568  —  402. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um barnahjónabönd.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur ráðuneytið veitt undanþágu frá skilyrðum um aldur hjónaefna skv. 2. málsl. 7. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, frá því að sjálfræðisaldur var hækkaður í 18 ár? Svar óskast sundurgreint eftir árum og aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt.
     2.      Hvernig telur ráðherra að umrætt undanþáguákvæði samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum?


Skriflegt svar óskast.