Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 569  —  403. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um ábyrgðarmenn og greiðsluaðlögun.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Með hvaða hætti er gætt hagsmuna ábyrgðarmanna í skilningi laga um ábyrgðarmenn, sem kröfuhafa við meðferð umsókna aðalskuldara um greiðsluaðlögun, með hliðsjón af dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 274/2010 og nr. 462/2010?
     2.      Telur ráðherra að búsetuskilyrði 4. mgr. 2. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, sé samrýmanlegt 28. gr. EES-samningsins um frelsi launþega til flutninga milli landa innan EES?
     3.      Hvers vegna hefur ráðherra ekki enn sett reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga eins og mælt er fyrir um í 34. gr. laga um greiðsluaðlögun, nr. 101/2010?
     4.      Hver er staða endurskoðunar laga um greiðsluaðlögun einstaklinga sem hefur staðið yfir í ráðuneytinu a.m.k. frá árinu 2014?


Skriflegt svar óskast.