Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 643  —  445. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um hreyfingu og svefn grunnskólabarna.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


     1.      Telur ráðherra vænlegt, með tilliti til niðurstaðna rannsókna á hreyfingu og svefni reykvískra ungmenna sem birtust í 2. tbl. 104. árg. Læknablaðsins, að leita samstarfs við íþróttahreyfinguna um það verkefni að auka hreyfingu grunnskólabarna og hvernig færi best á skipulagi slíks samstarfs?
     2.      Hvaða kröfur ætti að gera um menntun þeirra sem mundu annast íþróttakennslu og þjálfun í samstarfi grunnskóla og íþróttafélags?
     3.      Mun ráðherra stuðla að frekari rannsóknum á hreyfingu og svefnvenjum barna og ungmenna til að afla fyllri vitneskju um þau málefni?
     4.      Hvaða úrræði telur ráðherra koma til greina til að stuðla að því að börn og ungmenni fái meiri svefn en þau fá nú samkvæmt niðurstöðum fyrrgreindra rannsókna?