Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 645  —  447. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um atkvæðakassa.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir atkvæðakassar voru notaðir í kosningum til Alþingis árið 2017, skipt eftir kjördæmum?
     2.      Hversu margir atkvæðakassar hafa brotnað, dottið í sundur eða opnast á annan óæskilegan hátt við afhendingu, flutning eða notkun í einhverjum kosningum frá árinu 2013 og hvernig var hvert atvik skráð í gerðabók?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Í svari ráðherra á þskj. 348 við fyrirspurn um atkvæðakassa á 148. löggjafarþingi var 3. tölul. fyrirspurnarinnar ekki svarað efnislega. Í svari ráðherra við fyrirspurn til munnlegs svars á þskj. 421 um hnjask á atkvæðakössum sagði dómsmálaráðherra að það ætti að vera hægt að taka saman upplýsingar um fjölda atkvæðakassa.