Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 745  —  515. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um jarðvegslosun í Bolaöldu.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mikið magn af jarðefnum, mold, möl, grjóti og steinsteypubrotum var flutt árlega á jarðvegslosunarsvæðið í Bolaöldu í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss frá því að starfsemi hófst þar og fram til ársins 2017?
     2.      Hefur verið könnuð hagkvæmni þess að jarðvegur sem fellur til og til þessa hefur verið losaður í Bolaöldu væri framvegis nýttur, t.d. til uppfyllingar við hafnargerð við Faxaflóahafnir? Ef svo er, hver var niðurstaða slíkrar könnunar?


Skriflegt svar óskast.