Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 810  —  542. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umhverfisvænar veiðar.

Frá Álfheiði Eymarsdóttur.


     1.      Hefur ráðuneytið gert úttekt á hagkvæmni þess að auka hlut umhverfisvænni veiða en togveiða, svo sem strandveiða, krókaveiða og línuveiða, í ljósi þess að íbúar vestrænna þjóða kjósa af umhverfisverndarástæðum að kaupa annan fisk en togarafisk? Ef svo er, hverjar voru niðurstöður úttektarinnar?
     2.      Hefur ráðuneytið gert úttekt á verðmun á fiski á mörkuðum erlendis eftir veiðarfærum og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar?
     3.      Hefur ráðuneytið gert úttekt á efnahagslegum áhrifum strandveiða, krókaveiða og línuveiða á byggðir landsins og ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar?
     4.      Hefur farið fram faglegt mat á áhrifum frjálsra handfæraveiða á efnahag, byggðaþróun og vernd fiskstofna og ef svo er, hverjar voru niðurstöður matsins?


Skriflegt svar óskast.