Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 845  —  558. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða áhrif mun afnám eða lækkun tolla 1. maí sl. af vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni hafa á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja? Óskað er eftir að reynt verði að flokka starfsemi fyrirtækja niður á helstu iðngreinar í svarinu.
     2.      Hvaða áhrif mun aðgerðin hafa á innkaupsverð á mjólkurdufti til innlendra iðnfyrirtækja og hver verður væntanlegur verðmunur á því og innkaupsverði erlendra keppinauta í ljósi hárra verndartolla hérlendis?
     3.      Hyggjast stjórnvöld, og þá hvernig, leiðrétta þennan mismun á innkaupsverði mjólkurdufts gagnvart íslenskum iðnfyrirtækjum?
     4.      Með hvaða hætti, almennum og sértækum, hyggjast stjórnvöld gera íslenskum framleiðendum kleift að nálgast hráefni á verði sem er samkeppnishæft við það sem erlendir keppinautar njóta?


Skriflegt svar óskast.