Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 882  —  559. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga um veitingu heilbrigðisþjónustu.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Gildistími hversu margra samninga um veitingu heilbrigðisþjónustu og greiðsluþátttöku ríkisins vegna hennar, skv. 28. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, er liðinn þótt enn sé unnið samkvæmt þeim, með eða án tímabundinnar endurnýjunar? Óskað er eftir upplýsingum um samningsaðila og um umfang og inntak samninganna.
     2.      Hversu margir samningar um veitingu heilbrigðisþjónustu munu renna út á þessu ári og því næsta? Óskað er eftir upplýsingum um samningsaðila, um umfang og inntak samninganna og gildistíma þeirra.
     3.      Hvernig er faglegu mati ráðuneytisins á samningum um veitingu heilbrigðisþjónustu skv. 28. gr. laga um heilbrigðisþjónustu háttað? Hvernig fer eftirlitið fram og hvaða þættir eru metnir þar?


Skriflegt svar óskast.