Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 71  —  71. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kolefnisgjald.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver eru meginmarkmið stjórnvalda með álagningu kolefnisgjalds?
     2.      Hvernig leggst kolefnisgjald á íbúa á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og íbúa landsbyggðarinnar hins vegar og hvað skýrir muninn á gjaldheimtu milli þessara hópa?
     3.      Hve mikið hefur vöruverð hækkað árlega sl. þrjú ár vegna álagningar kolefnisgjalds og hve mikið hafa íbúðalán heimilanna hækkað árlega vegna þess?
     4.      Hvaða áhrif mun fyrirhuguð hækkun kolefnisgjalds um 10% á ári næstu tvö ár hafa, sbr. 2. og 3. tölul.?
     5.      Til hvaða mótvægisaðgerða hefur verið gripið til að verja heimilin fyrir neikvæðum áhrifum á greiðslubyrði og höfuðstól lána vegna álagningar kolefnisgjalds?
     6.      Hvaða áhrif hefur álagning kolefnisgjalds haft árlega á fjárhag og samkeppnisstöðu atvinnufyrirtækja í helstu atvinnugreinum landsmanna?
     7.      Til hvaða aðgerða hefur ríkisstjórnin gripið árlega til að tryggja að álagning kolefnisgjalds dragi ekki úr þrótti atvinnulífsins og kaupmætti atvinnutekna og hagsæld heimilanna?
     8.      Hvar sér þess merki í stefnumótun fjármálaáætlunar 2019–2023 að álagning kolefnisgjalds skili auknum tekjum til ráðstöfunar til aðgerða í loftslagsmálum og hvaða kröfur um mælanlegan árangur gerir ráðherra til slíkra aðgerða?


Skriflegt svar óskast.