Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 72  —  72. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um plöntuverndarvörur.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hversu mikið af plöntuverndarvörum, þ.e. af efnum sem notuð eru við ræktun matjurta, blóma og trjáa og koma eiga í veg fyrir óæskileg áhrif annarra jurta, var flutt til landsins ár hvert frá 2012–2017?
     2.      Hvaða viðmið um áhrif efnanna á menn og dýr ráða þegar notkun þeirra er heimiluð?
     3.      Hvernig er eftirliti með notkun efnanna háttað?


Skriflegt svar óskast.