Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 75  —  75. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umskurð á kynfærum drengja.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

     1.      Er heimilt að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggja fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi? Ef svo er, í hvaða tilvikum er það heimilt?
     2.      Telur ráðherra vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja er geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf?
     3.      Telur ráðherra vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna?


Skriflegt svar óskast.