Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 109  —  109. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um forsendur að baki hækkun bóta almannatrygginga.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hver var prósenta þróunar launavísitölu á milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt spá Hagstofu Íslands, sbr. svar ráðherra á þskj. 1053 á 148. löggjafarþingi þar sem fram kemur að ákvörðun um hækkun bóta almannatrygginga í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 hafi tekið mið af spá Hagstofu Íslands um þróun launavísitölu milli áranna 2017 og 2018 að frádregnu launaskriði?
     2.      Hver var prósenta launaskriðs á milli áranna 2017 og 2018?
     3.      Hvaða skilgreiningu á orðinu launaskrið leggur ráðherra til grundvallar í þessu tilviki?
     4.      Hver hefði orðið hækkun bóta almannatrygginga í byrjun árs 2018 ef launaskrið hefði ekki verið dregið frá?
     5.      Hvernig samræmist áðurgreind ákvörðun um að draga launaskrið frá hækkun bóta 69. gr. laga um almannatryggingar?
     6.      Hvar er að finna heimild til að draga launaskrið frá launaþróun við ákvörðun um árlega hækkun bóta almannatrygginga?
     7.      Telur ráðherra að lífeyrisþegar eigi rétt á leiðréttingu ef spá um verðbólgu og/eða launaþróun, sem ákvörðun um hækkun bóta almannatrygginga byggist á, gengur ekki eftir og verðbólga verður meiri en gert er ráð fyrir í spánni?


Skriflegt svar óskast.