Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 114  —  114. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Stendur til að fylgja eftir tillögum nefndar sem vann að heildarendurskoðun laga nr. 25/1975 sem komu fram í skýrslu til velferðarráðuneytisins í nóvember 2016? Ef svo er, hvenær telur ráðherra að frumvarp þess efnis verði lagt fram?
     2.      Hversu mörgum einstaklingum synjaði úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir um að rjúfa þungun árið 2017?
     3.      Hversu mörgum einstaklingum var heimilað árið 2017 að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu?
     4.      Hver var heildarfjöldi mála sem var vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir árið 2017?
     5.      Hverjar eru helstu ástæður þess að úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir synjar einstaklingum um að rjúfa þungun?


Skriflegt svar óskast.