Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 453  —  367. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um valkvæðan viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur þingsályktun nr. 61/145, sem var samþykkt 20. september 2016 af fulltrúum allra flokka á Alþingi, ekki verið framfylgt hvað varðar að fullgilda fyrir árslok 2017 valkvæðan viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?
     2.      Hverju sæta tafir, sem nema nær ári, á fullgildingu valkvæða viðaukans?
     3.      Hvenær verður þingsályktuninni framfylgt af ráðuneytinu?
     4.      Myndi það flýta fyrir ferlinu að fela utanríkisráðuneytinu að framfylgja þeirri einróma afstöðu Alþingis sem felst í þingsályktuninni?