Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 456  —  370. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kostnað vegna banns við innflutningi á fersku kjöti.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.

     1.      Hver er kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti, fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum?
     2.      Hvert er áætlað verðmæti þeirra kjötvara sem heimildar til innflutnings á hefur verið synjað eftir komu þess til landsins, þrátt fyrir að kröfur um dýraheilbrigðiseftirlit á sendingarstað hafi verið uppfylltar og í andstöðu við niðurstöður Hæstaréttar 11. október 2018 í máli nr. 154/2017?
     3.      Hvernig brást ríkisstjórnin við niðurstöðu EFTA-dómstólsins 14. nóvember 2017 í samningsbrotamálum E-2/17 og E-3/17 sem höfðuð voru af eftirlitsstofnun EFTA?
     4.      Hvaða rök standa að baki bið eftir frumvarpi til breytinga á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, til að samræma þau þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins, sbr. framangreindan dóm Hæstaréttar?


Skriflegt svar óskast.