Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 718  —  241. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um þýðingu á íslenskum lögum og reglugerðum.

     1.      Hafa íslensk lög og reglugerðir verið þýdd á vegum ráðuneytisins og undirstofnana þess? Ef svo er, er óskað eftir að fram komi á hvaða tungumál var þýtt, hvenær þýðing var birt og hvenær þýðing var síðast uppfærð.
    Löggjöf sem þýdd hefur verið hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er birt á enskri útgáfu Stjórnarráðsvefsins. Fjármálaeftirlitið hefur staðið fyrir birtingu laga og reglna á fjármálamarkaði sem og tollstjóri á sviði tolla og gjalda og Bankasýsla ríkisins hefur birt löggjöf er varða starfsemi hennar. Þessar þýðingar eru birtar á vef stofnananna.
    Eftirfarandi er yfirlit yfir hvenær framangreindar þýðingar voru birtar, hvenær þýðingum var breytt og hvort þær eru uppfærðar miðað við breytingar á frumtextanum.

Númer Íslenskt heiti Enskt heiti Þýðing
birt
Síðast breytt Upp-færð
45/1987 Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda Act No. 45/1987 on the Withholding of Public Levies at Source 2010 Nei
576/1989 Reglugerð um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi Regulation No. 576/1989, on Value Added Tax (VAT) on Construction Activities 2010
577/1989 Reglugerð um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign Regulation No. 577/1989, on Free and Special Registration for Rental or Sale of Real Estate 2010
194/1990 Reglugerð um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila og af aðkeyptri þjónustu erlendis frá. Regulation No. 194/1990, on Value Added Tax (VAT) on Services for Foreign Parties and on Services Purchased Abroad 2010
470/1991 Reglugerð um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sendimanna erlendra ríkja Regulation No. 470/1991, on the refund of Value Added Tax to foreign diplomatic agents 2010 Nei
87/1992 Lög um gjaldeyrismál Foreign Exchange Act No. 87/1992 Fyrir 2002 2016 Nei
29/1993 Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Act No. 29/1993 on commodity tax on vehicles, fuel, et al. 2010 2011 Nei
192/1993 Reglugerð um innskatt Regulation No. 192/1993, on VAT Input tax 2010 Nei
667/1995 Reglugerð um framtal og skil á virðisaukaskatti Regulation No. 667/1995, on Reporting and Remitting VAT 2010 Nei
96/1995 Lög um gjald af áfengi og tóbaki Act No. 96/1995 on alcohol and tobacco tax 2010 2012 Nei
70/1996 Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Act No. 70/1996 on Government Employees Fyrir 2002 2011 Nei
94/1996 Lög um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur Act No. 94/1996 on Withholding of Tax on Financial Income 2010 Nei
515/1996 Reglugerð um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila Regulation No. 515/1996, on Registration of Parties Subject to VAT 2010
129/1997 Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Act No. 129/1997 on Mandatory Pension Insurance and on the Activities of Pension Funds Fyrir 2002 2007 Nei
121/1997 Lög um ríkisábyrgðir Act No. 121/1997 on State Guarantees Fyrir 2002 2010 Nei
1/1997 Lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins Act No. 1/1997 on the Government Employees Pension Fund Fyrir 2002 Nei
50/1998 Lög um virðisaukaskatt The Value Added Tax Act No. 50/1988 Fyrir 2002 2010 Nei
87/1998 Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Act No. 87/1998 on Official Supervision of Financial Activities Fyrir 2002 2013 Nei
436/1998 Reglugerð um vörugjald Regulation No. 436/1998 on commodity tax 2010 2011 Nei
397/2000 Reglugerð um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð Regulation No. 397/2000 on electronic registration of securities in a central securities depository 2000 2015
84/2001 Lög um skipan opinberra framkvæmda Act No. 84/2001 on Public Projects Procedures 2002 Nei
161/2002 Lög um fjármálafyrirtæki Act No. 161/2002 on financial undertakings 2003 2014 Nei
90/2003 Lög um tekjuskatt Act No. 90/2003 on Income Tax 2010 Nei
87/2004 Lög um olíugjald og kílómetragjald Act No. 87/2004 on oil tax and mileage fee 2010 2011 Nei
88/2005 Tollalög Customs Law, No. 88/2005 Fyrir 2002 Nei
1100/2006 Reglugerð um vörslu og tollmeðferð vöru Regulation No. 1100/2006 on the custody and customs clearance of goods 2009 2013
78/2007 Lög um starfstengda eftirlaunasjóði Act No. 78/2007 on occupational retirement funds 2010 Nei
108/2007 Lög um verðbréfaviðskipti Act No. 108/2007 on Securities Transactions 2009 Nei
110/2007 Lög um kauphallir Act No. 110/2007 on Stock Exchanges 2007 2008 Nei
994/2007 Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmda-stjórnarinnar (EB) nr. 1287/2006 frá 10. ágúst 2006 um framkvæmd tilskipunar Evrópu-þingsins og ráðsins 2004/39/EB að því er varðar skyldur fjár-málafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði, töku fjármálagerninga til viðskipta og hugtök sem eru skilgreind að því er varðar þá tilskipun Regulation No. 994/2007 on the transposition of Commission Regulation (EC) No 1287/2006 of 10 August 2006 implementing Directive 2004/39/EC of the European Parliament and of the Council as regards record-keeping obligations for investment firms, transaction reporting, market transparency, admission of financial instruments to trading, and defined terms for the purpose of that Directive 2007
170/2008 Lög um skattlagningu kolvetnisvinnslu Act No. 170/2008 on the taxation of hydrocarbon extraction 2010 Nei
630/2008 Reglugerð um ýmis tollfríðindi Regulation No. 630/2008, on preferential customs treatment of various types 2010
706/2008 Reglugerð um safnskráningu og varðveislu fjármálagerninga á safnreikningi Regulation No. 706/2008 on nominee registration and the custody of financial instruments in nominee accounts 2010
88/2009 Lög um Bankasýslu ríkisins Act No. 88/2009 on Icelandic State Financial Investments 2016 Nei
152/2009 Lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki Act No. 152/2009 on support for innovation enterprises 2010 Nei
109/2011 Lög um skattlagningu á kolvetnisvinnslu Act No. 109/2011 on taxation of hydrocarbon production 2012 Nei
120/2011 Lög um greiðsluþjónustu Act No. 120/2011 on Payment Services 2014 Nei
127/2011 Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, tollalögum og lögum um Seðlabanka Íslands. Act No. 127/2011 amending the Foreign Exchange Act, the Customs Act and the Act on the Central Bank of Iceland 2013
128/2011 Lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði Act No. 128/2011 on Undertakings for Collective Investment in Transferable Securities (UCITS), Investment Funds and Professional Investment funds 2014 Nei
155/2012 Lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum Act No. 155/2012 on the sale process of the state's holdings in financial undertakings 2016
60/2015 Lög um stöðugleikaskatt Act No.60/2015 on Stability Tax 2015
123/2015 Lög um opinber fjármál Public Finance Act No. 123/2015 2016 Nei
1240/2015 Reglugerð um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála Regulation no. 124/2015 on Due Diligence of Financial Accounts and Exchange of Information for Tax Purposes 2018 2017
37/2016 Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Act No. 37/2016 on the Treatment of Króna-Denominated Assets Subject to Special Restrictions 2016
42/2016 Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki (fjárstreymistæki til að draga úr neikvæðum áhrifum fjármagnsinnstreymis). Act No. 42/2016 on Amending the Foreign Exchange Act, the Act on the Treatment Króna-Denominated Assets Subject to Special Restrictions, and the Act on a Special Tax on Financial Undertakings (capital flow management measures to mitigate adverse effects of capital inflows) 2016
105/2016 Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 (losun fjármagnshafta) Act No 105/2016 amending the Foreign Exchange Act (capital account liberalisation) 2016
120/2016 Lög um opinber innkaup Act No. 120/2016 on Public Procurement 2017
1166/2016 Reglugerð um ríki-fyrir-ríki skýrslu Regulation No. 1166/2016 Country by Country reporting 2018 2017
1202/2016 Reglugerð um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga Regulation No. 1202/2016 on deduction from the income of foreign experts 2016 2017
340/2017 Reglugerð um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu Regulation No. 340/2017 on procurement by parties operating in the water, energy, transportation and postal service sectors 2017 Nei

     2.      Hafa ráðuneytið og undirstofnanir þess markað stefnu eða hyggjast marka stefnu um þýðingar, m.a. í ljósi þeirrar öru fjölgunar sem hefur orðið á fólki sem býr og starfar á Íslandi en hefur íslensku ekki að móðurmáli?
    Löggjöf er þýdd þegar þurfa þykir og er metið í hverju tilviki hvort sérstök þörf er á þýðingu. Sem dæmi voru breytingar á lögum um gjaldeyrismál og tengd lög þýdd yfir á ensku á meðan unnið var að losun þeirra fjármagnshafta sem voru við lýði á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins. Að því leyti sem lög og reglugerðir innleiða EES-löggjöf er texti viðkomandi gerða aðgengilegur á tungumálum annarra EES-ríkja.