Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 719  —  2. mál.




Frumvarp til laga


um ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga fyrir árið 2019 (tekjuskattur einstaklinga, persónuafsláttur, barnabætur, vaxtabætur, tryggingagjald).

(Eftir 2. umræðu, 13. desember.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
     a.      Í stað „223.300 kr.“ og „265.900 kr.“ í 1. málsl. og „372.100 kr.“ og „381.700 kr.“ í 2. málsl. kemur: 234.500 kr.; 279.200 kr.; 390.700 kr.; og: 400.800 kr.
     b.      Í stað 3.–5. málsl. koma tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Barnabætur samkvæmt þessari málsgrein skerðast í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn sem hér segir:
                  1.      Af tekjuskattsstofni umfram 7.200.000 kr. að 11.000.000 kr. hjá hjónum og umfram 3.600.000 kr. að 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri skal skerðingarhlutfallið vera 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% með þremur börnum eða fleiri.
                  2.      Af tekjuskattsstofni umfram 11.000.000 kr. hjá hjónum og 5.500.000 kr. hjá einstæðu foreldri skal skerðingarhlutfallið vera 5,5% með einu barni, 7,5% með tveimur börnum og 9,5% með þremur börnum eða fleiri.
             Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr.
     c.      Í stað „133.300 kr.“ í 7. málsl. kemur: 140.000 kr.
     d.      Við 7. málsl. bætist: af tekjuskattsstofni umfram 7.200.000 kr. hjá hjónum og umfram 3.600.000 kr. hjá einstæðu foreldri.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2018“ í 1.–5. mgr. kemur: 2018 og 2019.
     b.      Í stað orðanna „og 2017“ í 1.–5. mgr. kemur: 2017 og 2018.
     c.      Í stað „800.000 kr.“, „1.000.000 kr.“ og „1.200.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 840.000 kr.; 1.050.000 kr.; og: 1.260.000 kr.
     d.      Í stað „4.500.000 kr.“ og „7.300.000 kr.“ í 4. mgr. kemur: 5.000.000 kr.; og: 8.000.000 kr.
     e.      Í stað „400.000 kr.“, „500.000 kr.“ og „600.000 kr.“ í 5. mgr. kemur: 420.000 kr.; 525.000 kr.; og: 630.000 kr.

3. gr.

    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    a. (I.)
    Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, hækka um 1% til viðbótar vísitöluhækkuninni við staðgreiðslu á árinu 2019 og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.

    b. (II.)
    Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. greinarinnar í upphafi ársins 2019 taka breytingum í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok ársins 2018.

II. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

4. gr.

    Í stað „5,40%“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: 4,90%.

5. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 2. gr. skal almennt tryggingagjald vera 5,15% af gjaldstofni skv. III. kafla til 1. janúar 2020.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 1. gr. koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2019.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 4. og 5. gr. gildi 1. janúar 2019.