Ferill 176. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 724  —  176. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Við 2. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ákvæði laganna taka ekki til Menntamálastofnunar, sbr. lög nr. 91/2015 um Menntamálastofnun. Með sama hætti taka lögin ekki til bókaútgefanda sem í heild eða að hluta er í eigu ríkis, sveitarfélaga, stofnana eða félaga að öllu leyti í þeirra eigu.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Bók: Ritverk eða ritröð sem er a.m.k. átta blaðsíður að lengd og bundið eða fest á hliðstæðan hátt í kjöl. Undir hugtakið bók falla einnig hljóðupptökur af lestri slíkra verka. Þá skulu geisladiskar og aðrir miðlar með bókartexta og rafræn útgáfa slíkra verka falla undir hugtakið bók.
                  b.      4. tölul. orðist svo: Útgáfa bókar og aðgengi almennings: Bók telst gefin út og gerð aðgengileg almenningi þegar hún hefur verið samþykkt í alþjóðlega bóknúmerakerfið hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, skráð í bókasafnskerfið Gegni eða í sambærilegt skráningarkerfi erlendis og boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu.
     3.      Við 1. mgr. 5. gr.
                  a.      Við c-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að ákveða í reglugerð lægri fjárhæðarmörk fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Umsækjandi leggi fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa.
     4.      C-liður 6. gr. orðist svo: Laun höfundar eða rétthafa.
     5.      Við 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Komi í ljós að endurgreiðsla til umsækjanda hafi verið of há, af ástæðum sem rekja má til umsækjanda, stjórnvalds eða annarra aðila, skal nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku heimilt að hlutast til um að endurákvörðun fari fram á fyrri ákvörðun nefndarinnar. Við meðferð slíkra mála skal nefndin afla nauðsynlegra gagna og gefa aðilum kost á andmælum áður en ákvörðun er tekin. Leiði endurákvörðun til breytinga á fjárhæð þegar greidds endurgreiðsluhæfs kostnaðar til lækkunar skal umsækjandi endurgreiða mismuninn innan tíu daga frá því að tilkynnt er um ákvörðunina. Heimild til endurupptöku samkvæmt ákvæði þessu fellur niður að liðnum fjórum árum frá upphaflegri ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.
     6.      Í stað orðanna ,,er varðar mat á því“ í 2. mgr. 9. gr. komi: um.
     7.      Í stað orðanna ,,sbr. 6. gr.“ í 1. mgr. 10. gr. kom: skv. 6. gr.
     8.      Í stað orðanna ,,og endurgreiðsluhæfum kostnaði skv. 6. gr., sundurliðun bókhalds skv. d-lið 1. mgr. 5. gr., umsóknir, afgreiðslu umsókna og um ákvörðun um veittan stuðning“ í síðari málslið 11. gr. komi: og endurgreiðsluhæfum kostnaði skv. c-lið 1. mgr. 5. gr. og 6. gr., sundurliðun bókhalds skv. d-lið 1. mgr. 5. gr., umsóknir, afgreiðslu umsókna og um ákvörðun um veittan stuðning.