Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 727  —  222. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, AKÁ, BÁ, GuðmT, JSV, LRM, SÞÁ, WÞÞ).


     1.      C-liður 19. gr. orðist svo: Við 2. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Víkja má frá skilyrði 3. tölul. 1. mgr. að fenginni umsögn Lögmannafélags Íslands þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fullu en þó ekki ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallin að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Við matið skal m.a. líta til eðlis og alvarleika brotsins, þar á meðal þeirra hagsmuna sem brotið var gegn, ásetnings og aldurs umsækjanda þegar brot var framið, hvort brotið hafi verið framið í tengslum við atvinnurekstur og þess tjóns sem brotið olli. Þá skal einnig meta háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk, þá einkum hvort umsækjandi hafi ólokin mál í refsivörslukerfinu.
     2.      Í stað orðanna „Þeir mega“ í b-lið 21. gr. komi: Þá mega þeir.
     3.      23. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. a laganna kemur: gott orðspor.
     4.      24. gr. orðist svo:
                      Eftirfarandi breytingar verða 5. mgr. 6. gr. laganna:
                  a.      Á eftir orðunum „skulu vera lögráða“ kemur: og.
                  b.      Orðin „hafa óflekkað mannorð“ falla brott.
     5.      26. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í b-lið 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     6.      30. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     7.      31. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     8.      33. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     9.      34. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     10.      35. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: gott orðspor.
     11.      A-liður 37. gr. orðist svo: Í stað orðanna „hafa óflekkað mannorð“ í 2. málsl. kemur: og.
     12.      39. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 1. mgr. 135. gr. laganna kemur: gott orðspor.