Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Nr. 7/149.

Þingskjal 730  —  448. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu rammasamkomulags milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, sem gert var í London 21. júní 2018, ásamt eftirtöldum viðaukum:
    I. viðauki: Samkomulag um langtímaveiðistjórnun loðnustofnsins á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen.
    II. viðauki: Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Grænlands.
    III. viðauki: Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Noregs.
    IV. viðauki: Aðgangur til loðnuveiða milli Noregs og Grænlands/Danmerkur.
    V. viðauki: Tafla 1 og 2. Skýrslugjöf um aflamörk loðnu og loðnuafla á hafsvæðinu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2018.