Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 752  —  376. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um biðtíma og stöðugildi sálfræðinga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu langur biðtími er eftir viðtali við sálfræðing hjá eftirfarandi stofnunum:
                  a.      Heilbrigðisstofnun Austurlands,
                  b.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
                  c.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
                  d.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
                  e.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
                  f.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
                  g.      Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?
     2.      Hversu mörg stöðugildi sálfræðinga eru við hverja þessara stofnana og hversu mörg telur ráðherra að þau þurfi að vera til að tryggja viðunandi þjónustu?


Biðtími er eftir viðtali við sálfræðing.
     a.      Heilbrigðisstofnun Austurlands. Biðtími eftir viðtali við sálfræðing er tveir til sex mánuðir.
     b.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Biðlisti er lengstur á Akureyri, ekki upplýsingar um hversu langir biðlistar eru.
     c.      Svör bárust ekki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
     d.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bið eftir þjónustu sálfræðings eru fimm til sjö mánuðir.
     e.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Bið eftir þjónustu sálfræðings er um það bil fjórar vikur.
     f.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Myndast hefur biðlisti í sálfræðiþjónustu á Vesturlandi fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri og áætlaður biðtími er um þrír til fjórir mánuðir. Engin bið er eftir hópmeðferðarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð fyrir fullorðna.
     g.      Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Biðtími hjá aldurshópnum sem er yngri en 18 ára er misjafn eftir stöðvum, oftast á bilinu 0–4 vikur, en einstaka heilsugæslustöð getur verið með allt að átta vikna biðtíma. Biðtími hjá þeim sem eru 18 ára og eldri er þrjár til átta vikur.

Fjöldi stöðugilda sálfræðinga við hverja stofnun og hversu mörg ráðherra telur að þau þurfi að vera til að tryggja viðunandi þjónustu.
     a.      Við Heilbrigðisstofnun Austurlands eru 2,3 stöðugildi sálfræðings.
     b.      Á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru 5,8 stöðugildi sálfræðinga.
     c.      Svör bárust ekki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
     d.      Hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru 3 stöðugildi sálfræðinga í geðteymi fyrir fullorðna og 3 stöðugildi sálfræðinga barna og ungmenna.
     e.      Við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er 0,25 stöðugildi sálfræðings.
     f.      Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands er 1,0 stöðugildi sálfræðings fyrir fullorðna og 0,8 stöðugildi sálfræðings fyrir börn og ungmenni.
     g.      Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 12,5 stöðugildi sálfræðinga fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri og 4,2 stöðugildi sálfræðinga fullorðinna.
    Þörf íbúa landsins fyrir geðheilbrigðisþjónustu hefur ekki verið metin með formlegum hætti. Slíkt mat þarf að vera sveigjanlegt og taka mið af breytilegum aðstæðum. Í stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum er miðað við að ein staða sálfræðings sé fyrir hverja 9.000 íbúa. Vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu hafa börn yngri en 18 ára verið sett í forgang. Mikilvægt er að heilsugæslan geti einnig mætt þörfum fullorðinna fyrir þjónustu sálfræðinga og er að því unnið um allt land. Samhljóma álit heilbrigðisstofnananna og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins nú er að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu sálfræðinga um land allt og bæta þarf við þá þjónustu til að mæta þjónustuþörf.